Trúnaðarbrot Gunnars í Hæstarétti

Gunnar Þ. Andersen
Gunnar Þ. Andersen mbl.is/Eggert

Mál­flutn­ing­ur fer fram í Hæsta­rétti á morg­un í máli ákæru­valds­ins gegn Gunn­ari Þ. And­er­sen, fyrr­ver­andi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Þór­arni Má Þor­björns­syni, fyrr­ver­andi starfs­manni Lands­bank­ans. Þeir voru í Héraðsdómi Reykja­vík­ur dæmd­ir fyr­ir að miðla trúnaðargögn­um um alþing­is­mann­inn Guðlaug Þór Þórðar­son til dag­blaðsins DV.

Rík­is­sak­sókn­ari gaf út ákæru á hend­ur Gunn­ari og Þór­arni sum­arið 2012. Þeir voru ákærðir fyr­ir brot á þagn­ar­skyldu með því að brjóta banka­leynd. Gunn­ar var tal­inn hafa nýtt sér aðstöðu sína til að ná í upp­lýs­ing­ar úr Lands­bank­an­um um fjár­mál Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í gegn­um Þór­ar­in Má. Þeim gögn­um var komið til Ársæls Val­fells, lektors við Há­skóla Íslands, sem aft­ur kom þeim til DV sem birti frétt byggða á gögn­un­um.

Gunn­ar var sak­felld­ur fyr­ir al­var­legt trúnaðar­brot þegar hann gegndi stöðu for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem hafi það hlut­verk að sjá til þess að fjár­mála­starf­semi í land­inu sé í sam­ræmi við lög og regl­ur. Hann hafi þrátt fyr­ir það fengið Þór­ar­in til þess að rjúfa þagn­ar­skyldu sem á hon­um hvíldi og hlutast til um að trúnaðar­upp­lýs­ing­ar bær­ust til fjöl­miðla. Um ákveðinn ásetn­ing hafi verið að ræða af hans hálfu.

Þór­ar­inn var sak­felld­ur fyr­ir að miðla trúnaðar­upp­lýs­ing­um í starfi sínu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki en tekið fram að ekki hafi komið fram í mál­inu að hann hafi vitað að þeim yrði komið til fjöl­miðils.

Héraðsdóm­ur dæmdi Gunn­ar til að greiða tvær millj­ón­ir króna til rík­is­sjóðs en Þór­ar­in til að greiða eina millj­ón króna.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert