„Vonandi góðar fréttir á morgun“

Félag flugvallastarfsmanna og samninganefnd Samtaka atvinnulífsins funduðu í dag hjá ríkissáttasemjara. Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallastarfsmanna, segir að aftur verði fundað á morgun og að hann ætli að vera bjartsýnn á framhaldið. „Það verða vonandi góðar fréttir á morgun.“

Kristján segir að engin tilboð hafi verið rædd á fundinum í dag heldur hafi verið farið yfir stöðuna og hvernig menn sjá fyrir sér framhaldið. „Nú tökum við þetta skref fyrir skref og vinnum skipulega undir stjórn sáttasemjara.“

Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið og Kristján segir að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi áður en verkfall skellur á næstkomandi miðvikudag. „Ég alla vega bað fólk að taka samningsviljatöflurnar með morgunmatnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert