Búið að hefta útbreiðslu eldsins

Tekist hefur að hefta útbreiðslu eldsins í viðbyggingum Rimaskóla, að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Allir nemendur og starfsfólks Rimaskóla slapp án meiðsla en mörgum var ansi brugðið þegar eldurinn braust út.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins er að störfum við Rimaskóla en alls eru fjórar viðbyggingar við skólann. Að sögn varðstjóra eru tvær þeirra gjörónýtar en það náðist að klippa á milli þeirra og hinna tveggja þannig að ekki er talið að eldurinn eigi eftir að breiðast frekar út. Fremur litlar skemmdir urðu á tveimur byggingum. 

Nemendur og starfsfólk eru í íþróttahúsi skólans þar sem starfsfólk Rauða krossins og slökkviliðsins eru með þeim og veita þeim áfallahjálp sem á henni þurfa að halda.

Eldsvoði í Rimaskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert