Eldsvoði í Rimaskóla

Eldur logar í útibyggingum við Rimaskóla. Slökkvilið er á staðnum. „Þetta er heilmikill eldur. Tvær byggingar af fjórum eru í ljósum logum. Eldurinn teygir sig út úm gluggana,“ segir Eva Hrund Willatzen, starfsmaður Vélfangs. Nemendur og starfsfólk skólans  er ekki í hættu en búið er að rýma skólann. Nemendum skólans hefur verið safnað saman í íþróttahúsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru íbúar í nágrenninu hvattir til að loka gluggum.

Eldurinn er ekki í aðal húsnæði skólans heldur viðbyggingu og virðist hann vera að magnast. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum.

„Þetta er heilmikill eldur. Tvær byggingar af fjórum eru í ljósum logum. Eldurinn teygir sig út úm gluggana,“ segir Eva Hrund Willatzen, starfsmaður Vélfang við Gylfaflöt í Grafarholti en hún horfir á eldsvoðann í Rimaskóla út um gluggann hjá sér. Hún segir að nú sé eldurinn kominn í þriðja húsið.

„Ég sé hérna eldinn magnast. Það eru engin börn sjáanleg í nágrenninu en það er að kvikna í sinunni umhverfis húsin.“

Um er að ræða fjórar útibyggingar við Rimaskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert