Engin hætta á ferðum

Slökkviliðsmenn hafa rætt við nemendur Rimaskóla og sagt þeim að engin hætta sé á ferðum. Búið sé að ná tökum á eldinum. Skólastofurnar voru mannlausar er eldurinn kom upp.

Skólinn var rýmdur er eldur kom upp í lausum kennslustofum fyrir utan skólann. Nemendum var safnað saman í íþróttahúsinu og nú eru foreldrar farnir að sækja þau.

Marteinn Geirsson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ræddi við börnin áðan og sagði þeim að engin hætta væri á ferðum. Nokkrum börnum brá mikið er eldurinn kom upp.

Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, segir að húsin sem eldurinn kviknaði í séu ekki í notkun og hafi verið mannlaus er eldurinn kom upp.

Foreldrar þurfa að tilkynna starfsfólki skólans er þeir sækja börn sín.

Frétt mbl.is: Eldsvoði í Rimaskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert