Fundað fram á nótt

Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samn­inga­nefnd­ir flug­mála­starfs­manna hjá Isa­via og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins funda enn í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Að sögn Kristjáns Jó­hanns­son­ar, for­manns og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins, verður lík­leg­ast fundað fram á nótt.

„Ég á ekki von á því að við séum að fara héðan næsta klukku­tím­ann,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Gang­ur­inn í viðræðunum er ágæt­ur og vinna deiluaðilar enn að því að finna viðun­andi lausn.

Rúm­ur sól­ar­hring­ur er nú til stefnu áður en alls­herj­ar­verk­fall hefst á flug­völl­um lands­ins, hafi samn­ing­ar ekki nást.

Flug­mála­starfs­menn hjá Isa­via hafa nú lagt niður störf þris­var sinn­um tíma­bundið í nokkr­ar klukku­stund­ir en miðviku­dag­inn 30. apríl hefst alls­herj­ar­verk­fall sem þýðir að ekk­ert verður flogið hvorki til og frá land­inu né inn­an­lands.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins áætla að gjald­eyr­istap þjóðarbús­ins vegna boðaðs verk­falls muni nema millj­arði króna fyr­ir hvern dag sem flug ligg­ur niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert