„Getum byrjað að græða sárin“

Kristján Hinrik Þórsson.
Kristján Hinrik Þórsson. mbl.is

19 ára gamall Bandaríkjamaður, Jermaine Jackson, hlaut í fyrradag tvöfaldan lífstíðardóm í bandarísku borginni Tulsa í Oklahomaríki fyrir að skjóta tvo menn til bana þann 8. september árið 2012. Annað fórnarlamb hans var Íslendingurinn Kristján Hinrik Þórsson en hann var þá aðeins 18 ára gamall. Hinn var John White III, 37 ára gamall Bandaríkjamaður.

Amma Kristjáns, Helena Albertsdóttir Mawby, segir að fjölskyldunni hafi létt mjög við það að réttarhöldunum sé lokið og að morðingi barnabarns hennar hafi fengið réttlátan dóm. „Núna getum við tekið fyrstu skrefin í að græða sárin og byrjað að horfa fram á veginn,“ segir Helena en réttarhöldin tóku mjög á alla fjölskylduna. „Við sátum öll réttarhöldin og það var mjög erfitt fyrir okkur. Kviðdómurinn var einróma um sekt sakbornings og dómurinn réttlátur, hann á ekki möguleika á náðun fyrr en eftir 76 ár.“

Iðraðist aldrei

Jermaine Jackson gafst tækifæri til að ávarpa fjölskyldur fórnarlamba sinna eftir að dómur yfir honum var fallinn en hann kaus að gera það ekki. Í réttarhöldunum bar hann við sjálfsvörn og eins við skýrslutökur hjá saksóknara.

Á það féllst rétturinn ekki og segir Helena Jackson ekki hafa sýnt neina iðrun verka sinna. „Hann kaus að ávarpa ekki fjölskyldur fórnarlamba sinna en núna er þetta búið. Réttlátur dómur er fallinn og við getum farið að taka fyrstu skrefin fram á við.“

Jermaine Jackson hlaut tvöfaldan lífstíðardóm fyrir morðin.
Jermaine Jackson hlaut tvöfaldan lífstíðardóm fyrir morðin.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert