„Við vorum hrikalega hræddar“

Mörg börn í Rimaskóla komust í mikið uppnám í dag þegar eldur kom upp í skúr á lóð skólans. Anna Marý Gylfadóttir sem er tólf ára segir að yngri börnin hafi mörg hver verið grátandi og að hún og systir sín hafi báðar verið „hrikalega hræddar“ en starfsfólk Rauða krossins kom til að ræða við börnin í skólanum sem urðu hvað hræddust.

Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, segir að mörg börn hafi verið mjög hrædd ekki síður vegna umfangs aðgerðanna. Þá hafi verið ruglingslegt fyrir börnin að aðgerðir dagsins hafi verið ólíkar því sem hefur verið æft. En aðgerðirnar miðuðust við að halda börnunum inni í íþróttahúsi skólans en allar brunaæfingar hafi miðað að rýmingu skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert