Samningurinn nær til þriggja ára

Frá Karphúsinu í kvöld.
Frá Karphúsinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum algjörlega á lokasprettinum, það er bara tímaspursmál hvenær við skrifum undir,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), í samtali við mbl.is nú fyrir stundu.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld hafa forsvarsmenn flugvallastarfsmanna ákveðið að fresta verkfalli til 22. maí og nú liggur samningur fyrir.

Samningurinn gildir til þriggja ára, eða til 2017. Samningurinn kveður á um rúmlega 4% hækkun launa á ári eða rúmlega 14% hækkun yfir samningstímabilið.

Kristján segir samninginn ágætan sem slíkan en vissulega sé launahækkunin minni en lagt var upp með í byrjun. „Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru þegar við klárum held ég að við höfum náð að gera ágætis samning,“ segir Kristján en bendir á að samningurinn sé vissulega háður samþykki félagsmanna FFR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert