Vonar að skrifað verði undir í kvöld

Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við bind­um von­ir við það að við náum að skrifa und­ir nýj­an kjara­samn­ing í kvöld eða nótt,“ seg­ir Kristján Jó­hanns­son, formaður og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR), í sam­tali við mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld hafa for­svars­menn flug­vall­a­starfs­manna ákveðið að fresta verk­falli til 22. maí.

„Við höfðum ekki getað frestað verk­fall­inu nema vegna þess að við vor­um kom­in með ákveðinn sam­komu­lags­grunn,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Um inni­hald samn­ings­ins get ég ekk­ert sagt enn þá, en hann verður kynnt­ur þegar við erum búin að skrifa und­ir.

Það er enn mik­il vinna framund­an en við vild­um til­kynna um frest­un­ina þannig að fólk yrði ekki í óvissu langt fram á nótt,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir að mögu­leik­inn á laga­setn­ingu hafi ekki haft áhrif á ákvörðun­ina. „Alls ekki. Þetta er bara afrakst­ur vinnu síðustu daga og sól­ar­hringa. Við höf­um verið hér öll­um stund­um og þetta er afrakst­ur vinnu samn­inga­nefnd­ar FFR, SFR og LSS við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins,“ seg­ir hann.

Áfram verður fundað í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka