Vonar að skrifað verði undir í kvöld

Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við bindum vonir við það að við náum að skrifa undir nýjan kjarasamning í kvöld eða nótt,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), í samtali við mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld hafa forsvarsmenn flugvallastarfsmanna ákveðið að fresta verkfalli til 22. maí.

„Við höfðum ekki getað frestað verkfallinu nema vegna þess að við vorum komin með ákveðinn samkomulagsgrunn,“ segir hann og bætir við: „Um innihald samningsins get ég ekkert sagt enn þá, en hann verður kynntur þegar við erum búin að skrifa undir.

Það er enn mikil vinna framundan en við vildum tilkynna um frestunina þannig að fólk yrði ekki í óvissu langt fram á nótt,“ segir Kristján.

Hann segir að möguleikinn á lagasetningu hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Alls ekki. Þetta er bara afrakstur vinnu síðustu daga og sólarhringa. Við höfum verið hér öllum stundum og þetta er afrakstur vinnu samninganefndar FFR, SFR og LSS við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.

Áfram verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert