„Það verður bara ágætisveður um allt land,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is spurður hvernig viðri til hátíðarhalda í dag vegna frídags verkalýðsins.
Þannig stefni í lítinn vind og léttskýjað eða skýjað með köflum. „Það verður bara besta veður alls staðar. Hitinn yfir daginn verður svona 3-10 stig.“ Þá segir á vef Veðurstofunnar að áttin verði suðlæg á landinu eða breytleg, víða 3-8 metrar á sekúndu.