Andlát: Helgi Daníelsson

Helgi Daníelsson.
Helgi Daníelsson.

Helgi Daní­els­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn, lést á Sjúkra­húsi Akra­ness í gær, 81 árs að aldri. Hann var landsliðsmarkvörður í knatt­spyrnu á sjötta og sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Helgi Bier­ing Daní­els­son var fædd­ur á Akra­nesi 16. apríl 1933. For­eldr­ar hans voru Sesselja Guðlaug Helga­dótt­ir hús­móðir og Daní­el Þjóðbjörns­son múr­ara­meist­ari.

Helgi lærði prentiðn og starfaði við fagið hjá Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Hann vann hjá Sements­verk­smiðju rík­is­ins og var lög­reglumaður og síðar lög­reglu­v­arðstjóri á Akra­nesi. Hann varð rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá Saka­dómi Reykja­vík­ur 1972, síðar lög­reglu­full­trúi hjá Rann­sókn­ar­lög­reglu rík­is­ins og yf­ir­lög­regluþjónn.

Helgi var virk­ur í fé­lags­mál­um, meðal ann­ars fyr­ir Alþýðuflokk­inn á Akra­nesi og í Vest­ur­lands­kjör­dæmi, og starfaði mikið að íþrótta­mál­um á Akra­nesi og sem stjórn­ar­maður og um tíma formaður í Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands.

Hann lék knatt­spyrnu með Val og ÍA og var markvörður í hinu fræga gull­ald­arliði Skaga­manna og varð Íslands­meist­ari þris­var sinn­um. Helgi var markvörður ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu 1951 til 1965 og lék 25 lands­leiki.

Helgi skrifaði mikið í Morg­un­blaðið og fleiri dag­blöð, um íþrótt­ir og þjóðmál. Eft­ir starfs­lok í lög­regl­unni gafst hon­um tæki­færi til að sinna ljós­mynd­un sem var lengi áhuga­mál hans. Hann gaf út nokkr­ar bæk­ur, meðal ann­ars um ætt­fræði og sögu og mann­líf Gríms­eyj­ar.

Eft­ir­lif­andi kona hans er Stein­dóra Steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri. Þau eignuðust þrjá syni, Friðþjóf Arn­ar, Stein Mar og Helga Val.

Morg­un­blaðið fær­ir Helga þakk­ir fyr­ir langt sam­starf og vináttu við starfs­menn þess og send­ir aðstand­end­um hans samúðarkveðjur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert