Minnisblaðið á opnu drifi ráðuneytisins

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. mbl.is/Golli

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hinu svokallaða lekamáli, sem snýst um gögn sem bárust fjölmiðlum um málefni hælisleitenda, hefur leitt í ljós að minnisblað innanríkisráðuneytisins hafi verið vistað á opnu drifi ráðuneytisins. Það þýðir að allir starfsmenn þess hafi getað séð það og haft aðgang að því.

Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur var í gær.

Þar segir að skrifstofustjóri ráðuneytisins hafi sent minnisblaðið með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna ráðherra. Þá hafi jafnframt tveir aðrir lögfræðingar lesið minnisblaðið yfir.

Rannsókn lögreglunnar bendir enn fremur til þess að hverfandi líkur séu á því að minnsblaðið hafi verið sent frá ráðuneytinu í tölvupóstkerfi þess.

Eins og greint var frá síðdegis í gær staðfesti Hæstirétt­ur í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem hafnað var kröfu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu um að blaðamanni, sem var vitni í málinu, yrði gert að svara spurn­ing­um um til­urð frétt­ar. Frétt­in birt­ist á mbl.is þann 20. nóv­em­ber síðastliðinn en jafn­framt var fjallað um málið í Frétta­blaðinu og á vis­ir.is.

Lög­reglu­stjór­inn óskaði eft­ir því við héraðsdóm að vitnið yrði látið svara því hver skrifaði frétt vefs­ins, mbl.is, um mál tveggja hæl­is­leit­enda. Héraðsdóm­ur hafnaði kröfu lög­reglu­stjór­ans og komst Hæstirétt­ur að sömu niður­stöðu.

Fram kemur í úrskurðinum að lögreglustjórinn hafi talið að upplýsingarnar, sem bárust fjölmiðlum, hafi ekki átt erindi til almennings. Þær hafi ekki haft þýðingu sem innlegg í almenna umræðu um málefni flóttamanna í landinu.

Hann taldi að markmiðið með lekanum hefði fremur verið að sverta mannorð eins brotaþola vegna yfirvofandi mótmæla við ráðuneytið vegna afgreiðslu þess á máli hans.

Einn af hornsteinum tjáningarfrelsis fjölmiðla

Varnaraðilinn, lögmaður mbl.is, kvað hins vegar trúnaðarskyldu sína gagnvart heimildarmanni sínum vera óháða því hvort sá síðarnefndi hafi gerst brotlegur gegn þagnarskyldureglum. Hagsmunirnir lytu að grundvallarrétti og skyldu varnaraðila til að halda trúnað gagnvart heimildarmanni í starfi sínu sem blaðamaður.

Þá vísaði varnaraðili jafnframt til þess að vernd trúnaðar milli fjölmiðlamanna og heimildarmanna væri eitt af grundvallarskilyrðum þess að fjölmiðlar gætu lagt sitt af mörkum til lýðræðislegs samfélags og væri einn af hornsteinum tjárningarfrelsis þeirra. Trúnaðurinn nyti einnig verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Byggði varnaraðili einnig á því að næði krafa sóknaraðila fram að ganga væri um óréttlætanlega takmörkun á tjáningarfrelsi varnaraðila að ræða. Ljóst væri að fjölmiðlar gætu illa sinnt hlutverki sínu ef ekki mætti treysta því að trúnaður yrði haldinn af þeirra hálfu gagnvart heimildarmönnum.

Til þess að réttlæta þessa takmörkun á tjáningarfrelsinu yrðu mikilsverðir hagsmunir almennings að vera í húfi, en að upplýsa brot á þagnarskyldu ríkisstarfsmanna varðaði ekki slíka hagsmuni, að mati varnaraðila.

Leitaði ekki allra leiða til að upplýsa málið

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómstóllinn hafi talið að lögreglustjórinn hafi ekki leitað allra leiða sem færar voru til að upplýsa málið. Ekki hafi til dæmis verið teknar skýrslur af ráðuneytisstjóranum, tveimur aðstoðarmönnum ráðherra auk ráðherrans sjálfs og þá hafi ekki heldur verið leitað heimildar til að afla upplýsinga um símnotkun þeirra á þeim tíma sem minnisblaðið barst úr ráðuneytinu.

Eft­ir að héraðsdóm­ur kvað upp úr­sk­urð sinn tók lög­reglu­stjór­inn skýrsl­ur af sex einstaklingum og aflaði jafn­framt frek­ari gagna í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. Taldi hann að við svo búið væru úr vegi þær hindr­an­ir sem héraðsdóm­ur taldi vera við því að lagt yrði mat á hvort skil­yrði 3. mgr., sbr. a. lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008.

Hæstirétt­ur taldi hins vegar að eft­ir öfl­un gagnanna hefði lög­reglu­stjór­inn átt að leggja beiðni sína um skýrslu­töku vitn­is­ins fyr­ir dómi öðru sinni fyr­ir héraðsdóm, en ekki að kæra úr­sk­urð héraðsdóms til að fá leyst úr kröf­unni. Hlut­verk Hæsta­rétt­ar væri að end­ur­skoða úr­lausn héraðsdóms, en ekki að leysa úr máli á fyrsta dóm­stigi.

Dómur Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert