Telja gjörning Vísis ólöglegan

Frá höfninni á Húsavík.
Frá höfninni á Húsavík. mbl.is/Golli

Framsýn, stéttarfélag, mun eiga fund með Vinnumálastofnun og lögfræðingum félagsins í næstu viku þar sem félagið telur ólöglegt að fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf., beini starfsmönnum fyrirtækis á atvinnuleysisbætur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest.

Eins og fram hefur komið ákvað Vísir hf. að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara og var síðasti vinnsludagur í fyrirtækinu síðasta fimmtudag. Eftir fundinn með Vinnumálastofnun og lögfræðingum Framsýnar næsta miðvikudag verður ákvörðun tekin um framhald málsins, segir í frétt á heimasíðu Framsýnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert