3,9 stiga jarðskjálfti

Hér má sjá hvar skjálftavirknin er hvað mest norðan við …
Hér má sjá hvar skjálftavirknin er hvað mest norðan við Vatnajökul.

Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl heldur áfram. Klukkan 1:24 í dag, 4. maí, varð jarðskjálfti af stærð 3,9 undir Herðubreiðartöglum. Ein tilkynning barst um skjálftann sem fannst á Akureyri.

Síðustu tvo daga hafa yfir 500 skjálftar mælst undir Herðubreiðartöglum. Það er líklegt að það verði nokkuð um smáskjálfta á næstu dögum. Jarðskjálftar yfir þrjá af stærð eru einnig líklegir. Eins og staðan er núna þá eru engin mælanleg merki um að þessi hrina muni leiða til eldgoss.

Það er mikilvægt að hafa í huga að slíkar jarðskjálftahrinur eru algengar á eldgosabeltinu norðan Vatnajökuls, segir í frétt frá Veðurstofu  Íslands. 

Veðurstofan mun halda áfram að fylgjast náið með þróuninni og mun senda tilkynningar ef aðstæður breytast.

Rauntímakort af jarðskjálftavirkni.

Yfirfarnir jarðskjálftar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert