Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði meðlimum Pollapönks til hamingju með árangurinn í Eurovisionkeppninni sem fram fór í kvöld úr fundarstóli á Alþingi. Tiltók hann sérstaklega þátt þingmannsins Óttars Proppé og sagði Alþingi stolt af hans framlagi.
„Sérstakar kveðjur hljótum við auðvitað að senda háttvirtum ellefta þingmanni Reykjavíkurkjördæmis suður og sjötta varaforseta Alþingis, Óttari Proppé. Við erum vitaskuld stolt af okkar manni,“ sagði Einar á Alþingi í kvöld.