Sambíóin draga uppsagnir til baka

Sambíóin
Sambíóin hag / Haraldur Guðjónsson

Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að draga til baka uppsagnir tveggja kvenkyns starfsmanna sem sagt var upp eft­ir að hafa haft sig frammi í jafn­rétt­isum­ræðu á Face­book um kynja­skipt­ingu verk­efna í vinn­unni. Í gær báðust Sambíóin afsökunar en framkvæmdastjórinn vildi ekki tjá sig um hvort uppsagnirnar yrðu dregnar til baka.

Þess í stað hefur hann nú sent frá sér tilkynningu. Hún er svohljóðandi:

„Uppsagnir tveggja starfsmanna Sambíóanna, sem tengdar hafa verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka, hafa verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hefur verið frestað.
 
Stjórnendur fyrirtækisins biðjast afsökunar á þessum mistökum og árétta að á næstu dögum verður farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.“

Sambíóin biðjast afsökunar 

Sam­bíó­in eyddu at­huga­semd­um

Sagt upp eft­ir jafn­rétt­isum­ræðu


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert