Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að draga til baka uppsagnir tveggja kvenkyns starfsmanna sem sagt var upp eftir að hafa haft sig frammi í jafnréttisumræðu á Facebook um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Í gær báðust Sambíóin afsökunar en framkvæmdastjórinn vildi ekki tjá sig um hvort uppsagnirnar yrðu dregnar til baka.
Þess í stað hefur hann nú sent frá sér tilkynningu. Hún er svohljóðandi:
„Uppsagnir tveggja starfsmanna Sambíóanna, sem tengdar hafa verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka, hafa verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hefur verið frestað.
Stjórnendur fyrirtækisins biðjast afsökunar á þessum mistökum og árétta að á næstu dögum verður farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.“
Sambíóin eyddu athugasemdum
Sagt upp eftir jafnréttisumræðu