Akureyrarbær með Snorra til dómstóla

Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson.

Akureyrarbær hyggst fara með mál Snorra Óskarssonar kennara, sem jafnan er kenndur við Betel, fyrir dómstóla. Þetta var ákveðið á bæjarráðsfundi í morgun en innanríkisráðuneytið hafði áður úrskurðað að ákvörðun Akureyrarbæjar að segja Snorra upp sem kennara við Brekkuskóla árið 2012 væri ólögmæt.

Greint er frá þessu á fréttavefnum Vikudegi. Snorra var sagt upp störfum vegna bloggskrifa, þar sem hann fordæmdi samkynhneigð. Akureyrarbær telur að rétt hafi verið að víkja Snorra frá störfum.

Fram kom í úr­sk­urði ráðuneyt­is­ins að það sé mat þess að áminn­ing sem Ak­ur­eyr­ar­bær hafi veitt Snorra í fe­brú­ar 2012 „hafi ekki byggst á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum og sé af þeim or­sök­um ólög­mæt."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka