Fimm piltar grunaðir um hópnauðgun

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm pilta á aldrinum 17-19 ára, en þeir eru grunaðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi Í austurhluta borgarinnar um helgina. Kæra í málinu var lögð fram síðdegis í gær.

Piltarnir voru handteknir strax í kjölfarið og hefur lögregla lagt fram kröfu um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim öllum, að því er segir í tilkynningu.

Dómari tók sér frest til morguns til að ákveða hvort orðið verði við kröfunni um gæsluvarðhald. Þeir verða áfram í haldi lögreglu þar til úrskurður dómara liggur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert