Sumarþing til skoðunar

Það stefnir í sumarþing.
Það stefnir í sumarþing. mbl.is/Hjörtur

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir til skoðunar að Alþingi komi saman í sumar. Formenn þingflokkanna funduðu með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, í gær.

Sigrún segir stefnt að því að ljúka þingstörfum 16. maí, en í síðasta lagi 17. maí. Gefa þurfi sveitarstjórnarmönnum sviðið vegna kosninga 31. maí.

Spurð í Morgunblaðinu í dag hvort Evrópumálin verði sett til hliðar í bili segir Sigrún ljóst að ekki náist að ljúka afgreiðslu þeirra fyrir þinglok.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert