Vigdís Grímsdóttir hefur verið ráðin kennari við Finnbogastaðaskóla á Ströndum næsta vetur.
Á fréttavefnum Litli hjalli kemur fram að sveitarfélagið Árneshreppur hafi í síðasta mánuði auglýst starf kennara við skóla sveitarfélagsins, Finnbogastaðaskóla laust til umsagnar. Þrjár umsóknir bárust en einn dró umsókn sína til baka. Fimm börn verða við skólann næsta vetur. Vigdís hefur áður kennt við skólann í afleysingum en hún er kennaramenntuð.
Undanfarin ár hefur Vigdís dvalið mikið á Ströndum við skriftir en fyrir síðustu jól kom út sjálfævisaga hennar, Dísusaga - konan með gulu töskuna.