Vorið er fallegt í lofti séð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landið er að lifna og grænn möttull leggst nú yfir engi og tún. Á slíkum dögum er gaman að vera úti í náttúrunni, enda margt að sjá. Flugferðir gefa oft alveg nýtt sjónarhorn á hlutina.

Eitt af því sem gerir flugsýn á hlutina svo áhugaverða er að allt á jörðu niðri virðist svo einstaklega friðsælt. Segja má að flogið sé upp í friðsældina - og þekkt er að fáir eru eins frjálsir og fuglar himinsins. Blaðamaður Mbl.is  fór í flugferð í gær - og bar margt fyrir augun þar sem flogið var yfir efstu byggðir borgarinnar, Mosfellsbæ og inn í Kollafjörð. Skyggni var ágætt, og flugferðin tókst í alla staði vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert