Gæsluvarðhald yfir piltunum staðfest

Fangaklefi í Hegningarhúsinu.
Fangaklefi í Hegningarhúsinu. Júlíus Sigurjónsson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að fjór­ir pilt­ar sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku sæti gæslu­v­arðhaldi á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Fimmti pilt­ur­inn sem er í haldi kærði ekki úr­sk­urð héraðsdóms.

Pilt­arn­ir verða í haldi fram á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi. Þeir eru á aldr­in­um 17 til 19 ára og grunaðir um að hafa all­ir haft sam­ræði við stúlku á 17. ald­ursári í sam­kvæmi í Breiðholti um síðustu helgi, gegn henn­ar vilja.

Þá hef­ur verið greint frá því að lyk­il­gagn í mál­inu sé mynd­bands­upp­taka sem sýn­ir hópnauðgun­ina. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur henni einnig verið dreift manna á milli með hjálp nets­ins.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í gær að rann­sókn­inni miðaði vel.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort farið verði fram á að gæslu­v­arðhaldið verði fram­lengt yfir pilt­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert