Svo virðist sem nemendur Hagaskóla og annarra grunnskóla skori nú hver á annan að hoppa fram af bryggjum á höfuðborgarsvæðinu og niður í sjó.
Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum tölvupóst í dag og greindi þeim frá þessum áskorunum.
Þar segir að skólanum hafi borist upplýsingar um að nemendur skólans og annarrra skóla skoruðu nú hver á annan að stökkva í sjóinn. Hvatti hún foreldra til að ræða við börnin um þetta og sagði að lögreglan hefði upplýsingar um þessar áskoranir.
Hafa nemendurnir meðal annars stokkið í Reykjavíkurhöfn, smábátahöfnina við Bakkavör og í sjóinn við Sjálandshverfið í Garðabæ. Nokkrir virðast hafa tekið áskoranirnar upp með snjallsímum og deilt á YouTube.