Hjördís Svan í 18 mánaða fangelsi

Ýtarlegt viðtal við Hjördísi Svan birtist í Nýju lífi.
Ýtarlegt viðtal við Hjördísi Svan birtist í Nýju lífi.

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í morgun dæmd í eins og hálfs árs fangelsi fyrir brot á umgengnisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegt brottnám þeirra frá Danmörku til Íslands.

Helle Ivarssen saksóknari í Horsens staðfesti þetta við fréttastofu RÚV en Vísir greindi fyrst frá málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku í rúma þrjá mánuði.  

Kim Laursen og Hjör­dís hafa átt í ára­langri for­ræðis­deilu vegna þriggja dætra þeirra sem Kim var dæmt fullt for­ræði yfir árið 2012.

Áður en Hjör­dís var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald var hún sett í fjög­urra vikna langt far­bann í land­inu á meðan mál henn­ar, er varðar för henn­ar með börn sín til Íslands síðasta sum­ar, er til meðferðar fyr­ir dóm­stól­um.

Hjör­dís var ákærð fyr­ir brot á 215. grein danskra hegn­ing­ar­laga. Grein­in snýr að því þegar ein­stak­ling­ur, í þessu til­viki Hjör­dís, tek­ur barn af rétt­mæt­um for­eldr­um sín­um eða for­sjáraðila. Verður hún einnig ákærð fyr­ir brot á ann­arri milli­grein 215. grein­ar, en hún snýr að því þegar mann­eskja tek­ur barn und­ir 18 ára aldri ólög­lega með sér til ann­ars lands. Há­marks­refs­ing fyr­ir brot af þessu tagi er fjög­ur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert