Skýringar ríkisendurskoðanda ekki fullnægjandi

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar á fundi …
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar á fundi fjárlaganefndar. Morgunblaðið/Ómar

Skýr­ing­ar rík­is­end­ur­skoðanda á þeim mikla drætti sem varð á því að skila til Alþing­is umbeðinni skýrslu um und­ir­bún­ing og inn­leiðingu  fjár­hags- og mannauðskerfi rík­is­ins (Orra) eru ekki full­nægj­andi að mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þó að verk­efnið sé viðamikið og sér­hæft og starfs­manna­breyt­ing­ar hafi haft nokk­ur áhrif á vinnslu þess, auk annarra verk­efna stofn­un­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í áliti nefnd­ar­inn­ar sem hún skilaði í gær og birt var á vef Alþing­is.

Heild­ar­kostnaður við Orra á ár­un­um 2001-2011 nam 5,9 millj­örðum, en þar af nam stofn­kostnaður 1,5 millj­örðum. Sam­kvæmt kaup­samn­ingi átti kostnaður­inn að vera einn millj­arður. Kostnaður­inn fór því 41% fram úr áætl­un miðað við verðlag árs­ins 2001. Eng­in áætl­un var gerð á sín­um tíma um rekstr­ar­kostnað Orra.

Nefnd­in tel­ur að taf­irn­ar séu frem­ur af stjórn­un­ar­legu tagi hjá fyrr­ver­andi og nú­ver­andi rík­is­end­ur­skoðanda. Nefnd­in tel­ur sér­stak­lega aðfinnslu­vert að hvor­ug­ur hafi upp­lýst for­sæt­is­nefnd þings­ins um taf­ir á umbeðinni skýrslu og ástæður þeirra. Nefnd­in tek­ur þó fram að enn ríki fullt traust til stofn­un­ar­inn­ar enda er hér um ein­stakt til­vik að ræða og bend­ir á að stofn­un­in setti sér verklags­regl­ur um meðferð og af­greiðslu skýrslu­beiðna frá for­sæt­is­nefnd Alþing­is í júní 2013.

Ger­ir at­huga­semd vegna fjöl­skyldu­tengsla

Sam­kvæmt þeim skal af­greiðslan að jafnaði ekki taka lengri tíma en sex mánuði frá því að beiðni berst og þar til skýrslu er skilað til Alþing­is. 

„Nefnd­in bend­ir einnig á að þegar litið er til fjöl­skyldu­tengsla nú­ver­andi rík­is­end­ur­skoðanda, þ.e. að ann­ar bróðir hans var skrif­stofu­stjóri í fjár­málaráðuneyti sem sat í stýr­i­n­efnd um kaup á kerf­inu og hinn var fram­kvæmda­stjóri hug­búnaðarlausna hjá Skýrr hf. sem seldi rík­inu kerfið og var síðar rit­ari þeirr­ar stýr­i­n­efnd­ar sem sá um inn­leiðingu á kerf­inu hjá Fjár­sýsl­unni, sé aðkoma hans að mál­inu til þess fall­in að rýra trú­verðug­leika hans sem trúnaðar­manns þings­ins. Nefnd­in tel­ur því heppi­legra að hann hefði vikið sæti við gerð þess­ara skýrslna,“ seg­ir í niður­stöðum nefnd­ar­inn­ar.

Nefnd­in tek­ur fram að und­ir­bún­ing­ur og inn­leiðing á fjár­hags- og mannauðskerfi fyr­ir stofn­an­ir rík­is­ins er gríðarlegt hags­muna­mál fyr­ir ríkið, stofn­an­ir þess og al­menn­ing þegar litið er til um­fangs og kostnaðar. Mik­il­vægt er því að vel tak­ist til með verk­efnið og eft­ir­lit með því. Nefnd­in tel­ur að vinna við skýrsl­una um und­ir­bún­ing og inn­leiðingu hefði átt að njóta ákveðins for­gangs vegna þeirra hags­muna sem fyr­ir hendi eru og þess lær­dóms sem hefði mátt draga af verk­efn­inu. 

Mik­ill kostnaður gagn­rýni­verður

Fyr­ir ligg­ur að kostnaður við verk­efnið var mun meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og upp­lýst var fyr­ir Alþingi og er það mjög gagn­rýn­is­vert. 

„Nefnd­in tel­ur nauðsyn­legt að við und­ir­bún­ing á verk­efni sem inn­leiðing og upp­færsla á svo víðtæku kerfi sem fjár­hags- og mannauðskerfi fyr­ir all­ar stofn­an­ir rík­is­ins er sé nauðsyn­legt að und­ir­búa verk­efnið fag­lega í sam­ræmi við aðferðir verk­efna­stjórn­un­ar, svo sem með stofn­un stýri­hóps, skip­un verk­efna­stjóra og vinnu­hópa fyr­ir af­markaða þætti verk­efn­is­ins. Þá er nauðsyn­legt að skil­greina vel mark­mið, vinna að ít­ar­legri þarfagrein­ingu, gerð form­legr­ar áhættu­grein­ing­ar, vönduðu útboði, mark­vissu eft­ir­liti og eft­ir­fylgni með fram­kvæmd, auk reglu­legra út­tekta eft­ir­litsaðila, þ.m.t. at­hug­un á áreiðan­leika kerf­is­ins og vott­un á því. Nefnd­in tek­ur und­ir með Rík­is­end­ur­skoðun um að í lok svo stórra verk­efna sem inn­leiðing og upp­færsla eru skuli metið vand­lega hvort öll mark­mið hafi náðst, ástæður frá­vika greind­ar og brugðist við þeim með mark­viss­um hætti,“ seg­ir í áliti nefnd­ar­inn­ar.

Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við niður­stöður og ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar í skýrsl­un­um sem eru í meg­in­at­riðum í sam­ræmi við niður­stöðu sænsks ráðgjafa sem gerði út­tekt á kerf­inu að beiðni fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is. Meg­inniður­stöður þess­ara aðila eru að kerfið mæti kröf­um stjórn­valda í öll­um meg­in­at­riðum og virkni þess upp­fylli kröf­ur rík­is­ins þó að upp hafi komið ýms­ir agn­ú­ar og eins og ráðgjaf­inn benti á að bæta megi stefnumiðaða stjórn­un, ábyrgð og eign­ar­hald á kerf­inu. 

Nefnd­in tel­ur nauðsyn­legt að við und­ir­bún­ing á útboði á rekstri kerf­is­ins, sem nú er unnið að, og upp­færslu á kerf­inu, sem fram und­an er, þurfi að nýta þær ábend­ing­ar sem komið hafa fram og m.a. end­ur­skoða eign­ar­hald á kerf­inu, sem ríkið hef­ur ein­ung­is not­endaaðgang að, þannig að kerfið og þær breyt­ing­ar sem gerðar eru á því verði eign rík­is­ins sem geti þar með nýtt það fyr­ir all­ar stofn­an­ir án þess að þurfa að kaupa aðgang fyr­ir hverja og eina. 

Nefnd­in legg­ur áherslu á að í þeirri vinnu sem fram und­an er verði unnið fag­lega með hags­muni rík­is­ins og al­menn­ings að leiðarljósi. Nefnd­in bend­ir í því sam­bandi á að nauðsyn­legt geti verið að leita til sér­fræðinga með ráðgjöf og reynslu frá öðrum ríkj­um þannig að það verði hafið yfir vafa að þeir séu ekki hags­muna­tengd­ir ís­lensku at­vinnu­lífi þegar bestu lausna er leitað, seg­ir enn frem­ur í nefndaráliti því sem skilað var í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert