Stuttur fundur ríkisstjórnarinnar

Stjórnarráðshúsið.
Stjórnarráðshúsið. Kristinn Ingvarsson

Óvænt var boðað til fund­ar hjá rík­is­stjórn­inni klukk­an eitt eft­ir há­degi, þegar ljóst var að samn­ingaviðræður í kjara­deilu flug­manna Icelanda­ir sigldi í strand. Ekki fást upp­lýs­ing­ar um hver niðurstaðan af fund­in­um var en von er á til­kynn­ingu síðar í dag.

Kjaraviðræðum samn­inga­nefnda Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) og Icelanda­ir var slitið í há­deg­inu og hef­ur nýr fund­ur ekki verið boðaður í deil­unni. Formaður samn­inga­nefnd­ar FÍA seg­ist eiga von á því að stjórn­völd setji lög á aðgerðir flug­manna, en næsta verk­fall er fyr­ir­hugað á föstu­dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is voru nokk­ur mál „sem hafa verið að koma upp“ rædd á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en vart er hægt að álykta annað en að flug­manna­deil­an hafi þar borið hæst.

Þá fæst ekk­ert gefið upp um hvort feng­ist hafi niðurstaða í málið, aðeins að lík­lega sé von á til­kynn­ingu vegna fund­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka