Stuttur fundur ríkisstjórnarinnar

Stjórnarráðshúsið.
Stjórnarráðshúsið. Kristinn Ingvarsson

Óvænt var boðað til fundar hjá ríkisstjórninni klukkan eitt eftir hádegi, þegar ljóst var að samningaviðræður í kjaradeilu flugmanna Icelandair sigldi í strand. Ekki fást upplýsingar um hver niðurstaðan af fundinum var en von er á tilkynningu síðar í dag.

Kjaraviðræðum samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair var slitið í hádeginu og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni. Formaður samninganefndar FÍA segist eiga von á því að stjórnvöld setji lög á aðgerðir flugmanna, en næsta verkfall er fyrirhugað á föstudag.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru nokkur mál „sem hafa verið að koma upp“ rædd á fundi ríkisstjórnarinnar, en vart er hægt að álykta annað en að flugmannadeilan hafi þar borið hæst.

Þá fæst ekkert gefið upp um hvort fengist hafi niðurstaða í málið, aðeins að líklega sé von á tilkynningu vegna fundarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert