Lausir úr gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafnaði nú fyr­ir stuttu kröfu ákæru­valds­ins um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir fimm pilt­um sem all­ir eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí sl.

Pilt­arn­ir, sem eru á aldr­in­um 17-19 ára, voru hand­tekn­ir í síðustu viku og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 15. maí. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fór í dag fram á að gæslu­v­arðhaldið yrði fram­lengt um mánuð en héraðsdóm­ur hafnaði þeirri kröfu.

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að rann­sókn máls­ins sé langt kom­in og miði vel.

Pilt­arn­ir losnuðu úr haldi klukk­an 16 í dag, en ákvörðun héraðsdóms hef­ur verið kærð til Hæsta­rétt­ar.

Vísað til al­manna­hags­muna

Upp­haf­lega gæslu­v­arðhaldskraf­an byggði á því að rann­sókn­in væri skammt á veg kom­in og raun­veru­leg hætta væri á því að pilt­arn­ir hefðu áhrif á vitni eða aðra sak­born­inga í mál­inu, gengju þeir laus­ir. Kraf­an um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald er hins­veg­ar sett fram á grund­velli al­manna­hags­muna, að sögn Friðriks Smára.

Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda, að því er fram kem­ur í úr­sk­urði Héraðsdóms um fyrri gæslu­v­arðhalds­kröfu.

Mynd­bands­upp­taka, sem tek­in var á síma eins pilt­anna fimm sem eru kærðir, styður framb­urð stúlk­unn­ar, að mati lög­reglu. Stúlk­an, sem er 16 ára, lagði sjálf mynd­bands­upp­tök­una fram þegar hún kærði hópnauðgun­ina, sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí.

Í grein­ar­gerð lög­reglu seg­ir jafn­framt að rök­studd­ur grun­ur sé um að fimm­menn­ing­arn­ir hafi þvingað stúlk­una til þess að þola það að þeir hefðu all­ir við hana sam­far­ir í svefn­her­bergi í íbúðinni. Ekki þykir vafi á því að þeir hafi verið „all­ir á sama tíma í svefn­her­berg­inu og hjálp­ast að við að færa stúlk­una úr föt­un­um á meðan þeir höfðu við hana sam­far­ir“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert