Refsað í annað sinn fyrir sama brot

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. Friðrik Tryggvason

„Ég hef fyrir löngu greitt þessa skatta og þá refsingu sem skattayfirvöld bættu við í formi skattálags. Ég tel því að með dóminum sé verið sé að refsa mér í annað sinn fyrir sama brotið,“ segir Bjarni Ármannsson en hann hlaut í dag átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í málinu og þyngdi refsingu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp. Brotið var ekki virt Bjarna til ásetn­ings og fram kom við meðferð málsins að Bjarni greiddi að fullu op­in­ber gjöld, sam­kvæmt úr­sk­urði rík­is­skatt­stjóra um endurákvörðun, auk álags.

Bjarni segir málið aðallega hafa snúist um málsmeðferð og tvöfalda refsingu. Fyrir héraðsdómi sagði verjandi Bjarna að veru­leg­ur vafi ríki um refsi­heim­ild­ina í máli og óskaði eftir því að málinu yrði frestað þar til dómur Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem reynir á sama ágreiningsefni, lægi fyrir. „Ég mun að sjálfsögðu una niðurstöðu Hæstaréttar en áskil mér rétt til viðbragða þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins liggur fyrir í framangreindu máli,” sagði Bjarni þegar dómur Hæstaréttar lá fyrir.

Umrætt mál sem rekið er fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu er var höfðað af Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni og er byggt á Ne bis in idem-regl­unni. Sú regla hef­ur var grunnþátt­ur­inn í vörn Bjarna og snýr hún að því að einstaklingum verði ekki gerð tvöföld refsing fyrir sama brot.

Frétt mbl.is: Hæstiréttur þyngdi refsingu Bjarna

Frétt mbl.is: Bjarni dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert