Samningunum miðar seint

Ssjúkraliðar ræða málin í verkfallsmiðstöð sinni.
Ssjúkraliðar ræða málin í verkfallsmiðstöð sinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hægt miðar í samningaviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands og SFR, en fólk úr þessum félögum sem starfar hjá sjálfseignarstofnunum í heilbrigðisþjónustu er nú í kjaraaðgerðum.

Vinnustöðvun var á þriðjudag og í gær. Sólarhringsstopp verður á mánudag og náist ekki samningar fyrir næsta fimmtudag kemur til allsherjarverkfalls. Deiluaðilar funduðu á miðvikudag og í gær hafði nýr fundur ekki verið boðaður.

Að sögn Árna Stefáns Jóhannssonar, formanns SFR, steytir einkum á réttindamálum, en krafa stéttarfélaganna er sú að þeirra fólk verði jafnsett þeim sem vinna hjá opinberum stofnunum, til dæmis varðandi réttarstöðu komi til uppsagnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert