Starfsmenn hafa þegið áfallahjálp

Um 1.200 nemendur stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Um 1.200 nemendur stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. mynd/FB

Starfsmenn Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa þegið áfallahjálp og verið er að skipuleggja áfallahjálp fyrir þá nemendur sem þess óska vegna hópnauðgunar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar en málið tengist nemendum skólans. Skólameistari FB segir að starfsmenn séu slegnir, þetta sé mikið áfall og sorg ríki í skólanum.

Fyrstu fréttir af málinu bárust til starfsmanna skólans sl. föstudag. „Ég kallaði strax saman áfallaráð sem hefur verið mér til leiðsagnar. Við erum með áfallaráð hér innan skólans sem hefur fundað reglulega um málið,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB, í samtali við mbl.is.

„Ég hef talað við starfsfólk sem er mjög slegið” bætir Guðrún við, en sérstakur starfsmannafundur var haldinn vegna málsins á miðvikudag.

„Það er mikil sorg hérna og þetta er áfall með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir,“ segir Guðrún jafnframt.

Leystir úr haldi í gær

Í gær hafnaði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur kröfu lögreglu um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir fimm pilt­um sem all­ir eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí sl.

Pilt­arn­ir, sem eru á aldr­in­um 17-19 ára, voru hand­tekn­ir í síðustu viku og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 15. maí. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fór fram á að gæslu­v­arðhaldið yrði fram­lengt um mánuð en héraðsdóm­ur hafnaði því. Lögreglan kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Nemendur hafa sett sig í samband við kennara vegna málsins

Guðrún segir að vegna prófatíma hafi reynst erfitt að nálgast nemendur skólans til að ræða málið. „Þetta er svolítið sérstakur tími. Nemendurnir eru allir í próflestri og prófum.”

Guðrún tekur fram að hún hafi leitað ráðgjafar bæði hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og sérfræðingi í áfallamálum. Að sögn Guðrúnar stunda um 1.200 nemendur nám við FB. Aðspurð segir Guðrún að nemendur hafi sett sig í samband við kennara og námsráðgjafa vegna þessa máls.

„Við erum í góðu sambandi við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Barnavernd Reykjavíkur, Barnahús og áfallaráð Breiðholts. Í áfallaráði Breiðholts er fulltrúi frá okkur sem er upplýstur um öll mál. Þannig að margar stofnanir koma að því að vinna úr þessu máli,“ segir Guðrún og bætir við að það sé enn í miðri vinnslu og unnið frá degi til dags.

Rannsókn lögreglu stendur enn yfir og miðar henni ágætlega að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yf­ir­manns rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, en margir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka