Vill kaupa jörð á Svalbarða

Huang Nubo
Huang Nubo Ljósmynd/Amund Trellevik

Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo er að gera tilboð í 216 ferkílómetra land á Svalbarða upp á 24 milljónir norskra króna, 459 milljónir íslenskra króna. Þar hyggst hann byggja frístundabyggð fyrir ríka ferðamenn. Jörðin sem um ræðir eru í eigu ríkrar norskrar fjölskyldu og hefur verið til sölu í nokkrar vikur.

Þetta kom fram í viðtali við Huang Nubo í norska ríkissjónvarpinu (NRK) í gær. Huang fór ekki nákvæmlega í saumana á áætlunum sínum á Svalbarða og virtist vita lítið um veðráttuna og aðstæður á Svalbarða. „Ég vissi ekki að það væri svona mikill ís þarna,“ er haft eftir honum í viðtalinu.

Alls búa 2400 manns á Svalbarna og um þrjú þúsund ísbirnir. Svalbarði er undir norskri stjórn samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920 og er eyjaklasi mitt á milli Noregs og norðurpólsins. 

Áhugi Huangs á kaldri auðn er ekki nýr af nálinni en líkt og ekki fór fram hjá Íslendingum vildi hann setja upp ferðamannaaðstöðu á Grímsstöðum á Fjöllum á sínum tíma. 

Huang Nubo á NRK

Meira um Huang á NRK

Umfjöllun NRK um Huang Nubo

Eldri umfjöllun NRK um áhuga á jörðinni á Svalbarða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka