Fundi lokið í kjaradeilu

Frá verkfallsmiðstöð sjúkraliða.
Frá verkfallsmiðstöð sjúkraliða. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fundi í kjaradeilu Félags sjúkraliða og starfsmanna SFR var slitið nú fyrir skömmu, en fundurinn hófst síðdegis í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Að sögn Kristínar A. Guðmundsdóttur, formanns Félags sjúkraliða, verður ekki fundað á nýjan leik fyrr en eftir hádegi á morgun.

Í samtali við mbl.is segir hún að lítið hafi verið að frétta af fundinum í dag. Deilendur hafi einungis verið að fara yfir þá stöðu sem er komin upp.

300 sjúkra­liðar í Sjúkra­liðafé­lagi Íslands og 150 starfs­menn SFR lögðu niður störf á miðnætti. Vinnu­stöðvun­in stend­ur yfir í einn sól­ar­hring. Hafi ekki verið samið á miðnætti á miðviku­dag kem­ur til alls­herj­ar­verk­falls. 

Þau fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem verk­fallið nær til eru: Ás Hvera­gerði, Dal­bær, Eir, Grund, Hlévang­ur, HNLFÍ, Horn­brekka, Hrafn­ista Reykja­vík, Hrafn­ista Hafn­ar­f­irði, Hrafn­ista í Kópa­vogi, Hrafn­ista Reykja­nesi, Kumb­ara­vog­ur, Lund­ur, Mörk, SÁÁ, Sjálfs­bjarg­ar­heim­ilið, Skjól, Skóg­ar­bær, Sól­tún og Sunnu­hlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert