Verkfall hófst á miðnætti

Sjúkraliðar bera saman bækur sínar í verkfallsmiðstöð.
Sjúkraliðar bera saman bækur sínar í verkfallsmiðstöð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sólarhringsverkfall sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) og SFR hófst á miðnætti. Fulltrúar sjúkraliða og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu funduðu frá því kl. 10 í gærmorgun til kl. 18, án árangurs.

Að sögn Kristínar Guðmundsdóttur, formanns SLFÍ, þokaðist lítið í gær og því tókst ekki að afstýra vinnustöðvuninni í dag. Um 500 félagsmenn félaganna tveggja leggi niður störf. Þó að viðræðum hafi ekki miðað áfram segir Kristín að fólk sé þó enn að tala saman og að hlusta hvað á annað.

Ríkissáttasemjari hefur boðað annan fund í deilunni kl. 15 í dag. Ef ekki verður búið að semja áður hefst allsherjarverkfall sjúkraliða á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert