Fjöldi áhorfenda var mættur í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar, sem jafnan er kenndur við krossinn, gegn tveimur konum og fyrrverandi ritstjóra Pressunnar. Ráðgert er að aðalmeðferðinni ljúki á morgun.
Gunnar stefndi Vefpressunni, útgáfufélagi Pressunnar, vegna fréttaflutnings af konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot. Hann krefst 15 milljóna í skaðabætur og afsökunarbeiðni frá tveimur konum og frá Vefpressunni; fimm milljóna frá hverjum aðila fyrir sig vegna umfjöllunar um ásakanir um kynferðisbrot.
Frétt mbl.is: Thelma fær að bera vitni
Frétt mbl.is: Thelma fær ekki að bera vitni
Frétt mbl.is: Gunnar vildi fjölmiðlabann
Frétt mbl.is: Gunnar hyggst stefna Pressunni