Enn er fundað í kjaradeilu sjúkraliða og starfsmanna SFR og verður líklegast fundað fram á nótt. Að sögn Gísla Páls Pálssonar, formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, er verið að vinna að fullu við að komast að samkomulagi í þeim tveimur ágreiningsmálum sem nú eru fyrir hendi.
Fundurinn hófst klukkan eitt eftir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Hann segir að samningsvilji sé til staðar hjá deilendum og allt kapp sé lagt á að ná sáttum fyrir ótímabundna vinnustöðvun sem boðuð er klukkan átta næsta fimmtudagsmorgun.
Í samtali við mbl.is segir Kristín A. Guðmundsdóttir, formaður Félags sjúkraliða, að lögfræðingar séu nú að fara yfir kafla sem snýr að réttindum og skyldum sjúkraliða. Til stendur að færa kaflann inn í kjarasamninginn. Hún segist ekki vita hvað fundurinn muni standa lengi í kvöld.
Um 500 félagsmenn félaganna leggja þá niður störf.