Sólarhringslangt verkfall sjúkraliða og starfsmanna SFR var öllu flóknara að eiga við en fyrri vinnustöðvanir að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistuheimilanna. Stofnanirnar eru farnar að búa sig undir ótímabundið allsherjarverkfall starfsmannanna sem eru um 200 af þúsund í heildina. Pétur telur líklegt að biðlað verði til einhverra aðstandenda um að aðstoða við umönnun á sínu fólki en þá gætu aðgerðirnar einnig orðið til þess að hægja á inntökum á nýju fólki.
mbl.is ræddi við Pétur í dag.