Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, bannaði tvítugri stúlku í söfnuðinum að fara í trúboð til Suður-Ameríku. „Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað,“ sagði kona sem sakar Gunnar um að hafa brotið gegn sér þegar hún var á 16. ári.
Þetta sagði Valdís Rán Samúelsdóttir við aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars gegn tveimur konum, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi Pressunnar vegna fréttaflutnings af konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot.
Eftir hádegið hafa þær komið ein á fætur annarri konurnar sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og kærðu hann til lögreglu á árinu 2011. Valdís Rán lýsti því þegar hún var fimmtán, að verða sextán ára, en þá var hún bæði í Krossinum og bjó við hlið Gunnars. Hún hafi verið að hengja upp þvottinn þegar Gunnar kom að henni. „Hann kom aftan að mér og strauk um magann á mér utanklæða og spurði í hverju ég væri fyrir innan, hann fór svo inn á mig og upp á brjóstahaldarann. Hann var á leið niður að nærbuxunum þegar Inga konan hans kallaði á hann.“
Hún sagðist ekki hafa fengið frið árin eftir þetta og þrátt fyrir að Gunnar hafi ekki káfað á henni áreitti hann hana andlega, og verið stöðugt niðurlægð í Krossinum. „Þú fyrirgefur ekki manni sem er búinn að misnota vald sitt í mörg, mörg ár. Þótt hann hafi aðeins brotið á mér kynferðislega einu sinni þá er þetta mjög langt tímabil sem hann er búinn að brjóta gegn stúlkum í söfnuðinum. Það var ekki hægt horfa framhjá því.
Fréttir mbl.is af aðalmeðferðinni:
„Dregin inn í málið af Jónínu“
Vildi smakka á brjóstamjólk mágkonu
Ein geðveik og önnur súludansmær