„Ég er sæmilega bjartsýnn,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, en fulltrúar samninganefnda sjúkraliða og starfsmanna SFR funda enn í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Ótímabundið allsherjarverkfall skellur á klukkan átta í fyrramálið náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Fundur hófst klukkan 9:15 í morgun og verður fundað fram á nótt. Gísli Páll segir að reynt sé til þrautar að ná sáttum áður en verkfallið skelli á, það sé dagskipunin.