Félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR sem vinna hjá SFV, Samtökum fyrirtækja í velferðarþónustu, hafa undirritað kjarasamning við viðsemjendur sína í húsnæði ríkissáttasemjara, Karphúsinu.
Samningurinn var undirritaður rétt fyrir klukkan ellefu en þá höfðu samninganefndirnar setið á fundi í tæpar 26 klukkustundir. Verkfall hófst á hjúkrunarheimilum og fleiri stofnunum klukkan átta í morgun en því hefur nú verið aflýst.