Verkfall hefst klukkan átta

mbl.is

Verkfall sjúkraliða og félagsmanna í SFR sem starfa á hjúkrunarheimilum hefst klukkan átta en ekki tókst að semja á fundi sem staðið hefur yfir í tæpan sólarhring í húsnæði ríkissáttasemjara.

Á Facebooksíðu sjúkraliða og félagsmanna í SFR kemur fram að þrátt fyrir að að verkfall hefjist þá verði viðræðum haldið áfram fram eftir morgni. Vonir standi til að það skili árangri.

Fundur hefur staðið yfir í húsnæði ríkissáttasemjara síðan klukkan 9 í gærmorgun.

Gísli Páll Pálsson, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu og forstjóri hjúkrunarheimilisins Mörk, segir að töluvert hafi fengist af undanþágum þannig að hann kviði ekki deginum. Hann segist vonast til þess að samningar náist fljótlega en auðvitað muni hægja á allri þjónustu á hjúrkunarheimilum nú í morgunsárið. 

300 sjúkra­liðar í Sjúkra­liðafé­lagi Íslands leggja niður störf ásamt um 150 starfs­mönn­um hjá SFR. Þau fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem verk­fallið nær til eru: Ás Hvera­gerði, Dal­bær, Eir, Grund, Hlévang­ur, HNLFÍ, Horn­brekka, Hrafn­ista Reykja­vík, Hrafn­ista Hafn­ar­f­irði, Hrafn­ista í Kópa­vogi, Hrafn­ista Reykja­nesi, Kumb­ara­vog­ur, Lund­ur, Mörk, SÁÁ, Sjálfs­bjarg­ar­heim­ilið, Skjól, Skóg­ar­bær, Sól­tún og Sunnu­hlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert