Rigning með köflum í Reykjavík

Rigna fer í Reykjavík í dag.
Rigna fer í Reykjavík í dag. Ernir Eyjólfsson

Veðurstofa Íslands spáir suðvestan þremur til átta metrum á sekúndu og að skýjað verði um landið vestanvert í dag, en bjartviðri suðaustanlands og austanlands. Með deginum fer að rigna vestan- og norðvestanlands og á suðvesturhorni landsins. Hiti verður fimm til tólf stig.

Á laugardag: Suðlæg átt 5-10 vestanlands, skýjað og rigning með köflum, en mun hægari austantil og víða léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, einna hlýjast norðanlands.

Á sunnudag: Austlæg átt, 5-10 m/s súld á köflum með austurströndinni, en rigning af og til vestanlands. Hiti 5 til 11 stig, svalast við A-ströndina.

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt, væta á köflum V-til, þokuloft A-lands, en annars og víða bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir breytileg átt og bjartviðri í flestum landshlutum. Milt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert