Tugir yfirheyrðir vegna hópnauðgunar

Piltarnir sátu í gæsluvarðhaldi í viku.
Piltarnir sátu í gæsluvarðhaldi í viku. Júlíus Sigurjónsson

Búið er að taka skýrslur af tugum manna í tengslum við hópnauðgunarmál sem nú er á lokastigum rannsóknar að sögn Friðriks Smára Björg­vins­sonar, yf­ir­manns rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar. Ekki liggur þó fyrir hvenær rannsókn verði formlega lokið og ákvörðun tekin um hvort senda eigi málið til ríkissaksóknara.

Fimm piltar á aldrinum 17 til 19 ára eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí s.l. Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda.

Mynd­bands­upp­taka, sem tek­in var á síma eins pilt­anna fimm sem eru kærðir, styður framb­urð stúlk­unn­ar, að mati lög­reglu. Stúlk­an lagði sjálf fram mynd­bands­upp­tök­una þegar hún kærði hópnauðgun­ina.

Pilt­arn­ir voru hand­tekn­ir og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 15. maí en kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hins vegar hafnað. Friðrik Smári seg­ir að niðurstöðuna ekki hafa bein áhrif á rann­sókn­ina þar sem óskað hafi verið eft­ir því að þeir sættu gæslu­v­arðhaldi áfram með hags­muni al­menn­ings í huga. Rannsóknarhagsmunir munu ekki vera lengur í húfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka