Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel, sem hætta þurfti söng sínum í sjöunda lagi á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, mun koma aftur hingað til lands 10. júlí næstkomandi og halda aðra tónleika í Eldborg.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Rödd Terfels brast þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af einsöngstónleikum hans á Listahátíðinni í Reykjavík í kvöld.
Í tilkynningunni segir að allir seldir miðar á tónleikana í kvöld, 24. maí, gildi á tónleikana 10. júlí.
Tónleikagestir sem óska eftir frekari upplýsingum er vinsamlegast bent á að hafa samband við skrifstofu Listahátíðar í síma 561 2444 frá og með næsta mánudegi.
Frétt mbl.is: Röddin brast í sjöunda lagi