Ungmenni eru misnotuð og seld

Um tvö hundruð manns eru á göt­unni á Íslandi. Þetta er ekki stór hóp­ur en þetta er hóp­ur sem þarf á aðstoð að halda. Mál­efni heim­il­is­lausra eru þeim Dag­björtu Rún Guðmunds­dótt­ur, Gunn­laugu Thorlacius og Katrínu Guðnýju Al­freðsdótt­ur of­ar­lega í huga en þær eru all­ar fé­lags­ráðgjaf­ar og hafa starfað með fólki sem á við geðræn vanda­mál að stríða og glím­ir við fíkn.

Þær benda á mik­il­vægi þess all­ir sem koma að þess­um mál­um hér á landi vinni sam­an og segja vanda­mál fel­ast í því ef svo er ekki. Málið sé grafaral­var­legt og ákveðin keðju­verk­un í gangi þar sem illa hafi gengið að út­skrifa fólk úr end­ur­hæf­ingu á Kleppi þar sem stund­um bíði þeirra ekk­ert annað en gat­an.  

Þetta þýðir að ekki er hægt að senda fólk af geðdeild Land­spít­al­ans við Hring­braut í end­ur­hæf­ingu á Klepp og um leið get­ur skap­ast vandi við að taka á móti sjúk­ling­um sem þurfa að leggj­ast inn á bráðageðdeild.

Meðal þeirra úrræða sem önn­ur lönd hafa gripið til nefn­ist Hous­ing First og seg­ir Katrín að rann­sókn­ir sýni að kerfið virki en því miður eigi það ekki upp á pall­borðið hér.

Ekki nóg að rétta fram lyk­il og segja gjörðu svo vel

Hous­ing First geng­ur út á að sveit­ar­fé­lög út­vega fé­lags­lega illa stödd­um ein­stak­ling­um, með áfeng­is- og vímu­efna­vanda, hús­næði og styðja þá í bú­setu með þjón­ustu frá þverfag­leg­um sér­fræðingat­eym­um. Þannig fær íbú­inn stuðning og hvatn­ingu og bú­set­an verður far­sælli fyr­ir ein­stak­ling og nærum­hverfi. Ekki er kraf­ist bind­ind­is og íbúi borg­ar húsa­leigu.

Katrín seg­ir að miklu skipti að fólkið fær þann stuðning sem það þarf á að halda því það þýði lítið að taka fólk af göt­unni og rétta því lyk­il að íbúð og skilja viðkom­andi síðan eft­ir án aðstoðar. „Margt af þessu fólki kann ekki at­hafn­ir dags­legs lífs, svo sem setja í þvotta­vél, sinna per­sónu­legu hrein­læti og kaupa í mat­inn,“ seg­ir Katrín.

Hún bæt­ir við að rann­sókn­ir er­lend­is frá sýni að þrátt fyr­ir að fólk fái íbúð þá sé það oft lengi áfram á göt­unni þar sem það þarf að aðlag­ast breytt­um aðstæðum. Þetta ferli get­ur tekið marga mánuði

Katrín seg­ir að helst megi ekki minn­ast á þessi hug­tök skaðam­innk­un og Hous­ing First hér á landi. Mik­il áhersla sé á að viðkom­andi sé hætt­ur í neyslu en því miður tak­ist það ekki öll­um. Þeir endi því á göt­unni og hún spyr hvort þetta sé eitt­hvað sem við vilj­um, að henda ákveðnum þjóðfé­lags­hópi á göt­una þar sem hann glími við fíkn.

Dag­björt bend­ir á að þetta fólk sem um ræðir hafi kannski ekki haft aðgang að eig­in hús­næði árum sam­an held­ur búið á göt­unni eða inni á öðrum.

 Að sögn Gunn­laug­ar er mik­il­vægt að sýna þess­um aðlög­un­ar­fasa þol­in­mæði. Vanda­mál­in eru ekki endi­lega úr sög­unni þó svo að fólk fái hús­næði. Það verður að sýna fólki þol­in­mæði og mæta því þar sem það er statt og reiðubúið til,“ seg­ir Gunn­laug.

Öll ríki í Evr­ópu nema Ísland og Tyrk­land

Hous­ing First telst til skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði en í grein sem Guðrún Þor­gerður Ágústs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi ritaði ný­verið í Frétta­blaðið kem­ur fram að skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði er mann­rétt­inda­hugs­un sem Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) legg­ur til að þjóðir vinni eft­ir í mót­un þjón­ustu­stefnu við áfeng­is- og vímu­efna­neyt­end­ur.

Öll ríki í Evr­ópu, nema Ísland og Tyrk­land, hafa skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði í op­in­berri stefnu­mót­un í vinnu með áfeng­is- og vímu­efna­neyt­end­um. Þess má geta að Hjálp­ræðis­her­inn, Rauði kross­inn og Land­spít­al­inn vinna öll sam­kvæmt hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar. Í nálg­un hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar er áhersla á að sýna fjöl­skyld­um neyt­end­anna sem og þeim sjálf­um um­hyggju og til­lit­semi. Það ber að koma fram við áfeng­is- og vímu­efna­neyt­end­ur af virðingu, sýna þeim þol­in­mæði og samþykkja alla ein­stak­linga eins og þeir eru en dæma þá ekki af hegðun sinni og gjörðum.

Í hug­mynda­fræðinni er lögð áhersla á draga úr þeirri skömm sem hef­ur fylgt því að eiga við áfeng­is- og vímu­efna­vanda að stríða. Sam­kvæmt hug­mynda­fræðinni tapa vímu­efna­neyt­end­ur ekki mann­rétt­ind­um sín­um með neyslu sinni. Þeir eiga rétt á heilsu­gæslu og fé­lagsþjón­ustu og öðru því sem stend­ur til boða í hverju sam­fé­lagi. Þeir sem aðhyll­ast hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar mæla á móti nei­kvæðum viðhorf­um og fram­komu í garð áfeng­is- og vímu­efna­neyt­enda. Þeir telja að nei­kvæð fram koma sé viðhöfð og rétt­lætt í skjóli þess að verið sé að fram­fylgja lög­um og regl­um til að koma í veg fyr­ir áfeng­is- og vímu­efna­neyslu.

Fólki mætt með þeirri virðingu sem hver ein­stak­ling­ur á rétt á

Í skaðam­innk­andi nálg­un er ein­stak­ling­um mætt með virðingu og skiln­ingi og ekki er gerð krafa um bind­indi. Þessi nálg­un er grund­vall­ar­atriði í þjón­ustu við hóp­inn og for­senda þess að ná traustu sam­bandi við ein­stak­linga og vekja von.

Dregið er úr skaða sem áfeng­is- og vímu­efna­neysla veld­ur ein­stak­ling­um, lífs­gæði þeirra aukast og sam­fé­lags­leg­ur og fjár­hags­leg­ur skaði er lág­markaður. Skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði er því þjóðhags­lega hag­kvæm, seg­ir í grein Guðrún­ar Þor­gerðar. 

Það sem meðal ann­ars stend­ur í vegi fyr­ir að fólk fái hús­næði hér eru íþyngj­andi regl­ur sveit­ar­fé­laga sem í sum­um til­fell­um kveða á um að þú þurf­ir að vera án vímu­gjafa í ein­hvern tíma áður en þú færð hús­næði. Það sem þér stend­ur til boða þangað til er að vera á göt­unni eða inni á öðrum og eru þær sam­mála um að það sé erfitt að setja sig í spor fíkla sem er gert að búa edrú á göt­unni í allt að sex mánuði. Þar viðgang­ist of­beldi og ým­is­kon­ar mis­notk­un sam­fara mik­illi neyslu. Á sama tíma er þetta hóp­ur sem ekki er hátt­skrifaður í sam­fé­lag­inu og beit­ir óhefðbundn­um leiðum til að koma sínu fram.

Vændi karl­manna og nauðgun á þeim er falið vanda­mál

„Kon­ur eru í miklu færri en karl­ar í hópi heim­il­is­lausra og það eru ástæður fyr­ir því. Þær koma sér gjarn­an í skjól hjá kunn­ingj­um þar sem gjald­miðill­inn er jafn­vel kyn­líf. Þannig að þær eru kannski ekk­ert sér­stak­lega sýni­leg­ur hóp­ur sem er grafal­var­legt mál,“ seg­ir Gunn­laug.

Því miður eru oft ekki önn­ur úrræði í boði bæt­ir Katrín við. Þær séu kannski ekki bara  að selja kyn­líf held­ur alls kon­ar aðra þjón­ustu, svo sem að hugsa um heim­ili fyr­ir þá gegn því að fá húsa­skjól og fíkni­efni í staðinn.

„Kon­ur og ungt fólk er mjög fal­inn hóp­ur,“ seg­ir Katrín en lítið er talað um unga karl­menn sem eru í neyslu. „Þeir eru í stöðugri hættu og í raun meiri hættu en kon­urn­ar þar sem það er eng­inn sem held­ur vernd­ar­hendi yfir þeim. Það þykir í raun­inni ekk­ert til­töku­mál að þeir séu mis­notaðir og seld­ir.“

Vændi karl­manna og nauðgun á þeim er falið vanda­mál sem ekki er rætt um, segja þær og að samstaða sé um að þegja um málið. Bæði eru það menn­irn­ir sem verða fyr­ir of­beld­inu og und­ir­heim­arn­ir sem eru sam­stíga, slík­ir menn eru afar lágt sett­ir í þess­um hópi.

Ung­ir karl­ar eru í sér­stök­um áhættu­hópi vegna þess harða kyn­lífs sem er í gangi og auðveld­ar smit­leiðir. Lifr­ar­bólga C smit­ast auðveld­lega með slíku kyn­lífi og smit­ast mjög hratt um þess­ar mund­ir sem og aðrir lang­vinn­ir sjúk­dóm­ar. Dregið hef­ur úr smiti í gegn­um sprautu­nál­ar og má það þakka góðum ár­angri af nála­skiptaþjón­ustu Frú Ragn­heiðar og fleiri sem hef­ur verið í gangi frá 2009.

„Marg­ir hafa leitt að því lík­um að smit­leiðirn­ar séu frek­ar kyn­líf en sprautu­nál­ar“ seg­ir Gunn­laug.

Eðli­lega eru ólík­ir ein­stak­ling­ar í hópi þeirra sem eru heim­il­is­laus­ir. Sum­ir glíma bara við vímu­efna­vanda en aðrir við bæði vímu­efna- og geðræn­an vanda. Þær Dag­björt, Gunn­laug og Katrín segja lyk­il­atriði að mæta fólki þar sem það er statt.

Mæta þarf fólki á jafn­rétt­is­grund­velli

Ef fólk vill ekki hleypa stuðningsaðila inn til sín þá verður að taka því og reyna að mæta viðkom­andi ann­ars staðar. Því það fell­ur und­ir friðhelgi einka­lífs­ins hvað þú ger­ir inn­an veggja heim­il­is­ins, svo sem hvort þú neyt­ir fíkni­efna inni á þínu heim­ili. En um leið og neysl­an er far­in að trufla ná­grann­ana þá nær friðhelgi einka­lífs­ins ekki yfir það. Það sem þú ger­ir heima hjá þér kem­ur ekki öðrum við en um leið og þú ferð að trufla aðra þá kem­ur það öðrum við, segja þær.

Dag­björt seg­ir að það sé líka mis­jafnt hvaða þjón­ustu fólk þarf á að halda. „Við verðum að mæta fólki á jafn­rétt­is­grund­velli ekki for­ræðis­hyggju,“ seg­ir hún.

„Það sem vant­ar er sam­starf sveit­ar­fé­lag­anna á milli ekki að hvert og eitt sé að starfa í sínu horni. Þetta er ekk­ert sér­stak­lega stór hóp­ur sem þarf að veita aðstoð og það eru fjöl­marg­ir sem eru að veita aðstoð það vant­ar ekki. Eins eru að fara heil­mikl­ir pen­ing­ar í þenn­an mála­flokk. En á meðan hver er í sínu horni og að gæta eig­in hags­muna, meðal ann­ars þess fjár­magns sem hann fær út­hlutað frá hinu op­in­bera inn í mála­flokk­inn, ger­ist ekk­ert og fórn­ar­lambið er alltaf sá heim­il­is­lausi. Það er sá sem þarf á aðstoðinni að halda,“ seg­ir Katrín.

Það er í raun meira vanda­mál að halda utan um úrræði þeirra sem koma að lausn­um fyr­ir fíkla og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda en að leysa vand­ann, segja þær Dag­björt, Gunn­laug og Katrín.

Viss sam­keppni um fjár­magn

Gunn­laug seg­ir að tíma­skort­ur geti skýrt þetta að hluta þar sem all­ir eru upp­tekn­ir við að sinna sínu í stað þess að horfa út fyr­ir ramm­ann og vinna með öðrum. „Lít­ill timi gefst oft til að koma að stefnu­mót­un og kannski rík­ir viss sam­keppni um fjár­magn og rík­is­styrki,“ seg­ir Gunn­laug og Dag­björt bæt­ir við: Að með góðri verk­stjórn væri hægt að koma á öfl­ugri sam­vinnu og veita þeim sem mest þurfa á að halda góða þjón­ustu. Við erum ekki að tala um stærri hóp en um 200 manns, hóp sem á sér fáa mál­svara “ seg­ir Dag­björt.

Háð póst­núm­eri hvaða þjón­ustu þú færð

Katrín seg­ir að önn­ur sveit­ar­fé­lög séu ekki að taka þátt í að aðstoða heim­il­is­lausa líkt og Reykja­vík­ur­borg geri meðal ann­ars með rekstri Gisti­skýl­is­ins og Konu­kots. Gisti­skýlið get­ur í sjálfu sér vísað burtu körl­um sem ekki eru með lög­heim­ili í Reykja­vík en auðvitað ger­ir það eng­inn ef það er pláss. Að því leyti er hægt að segja að fólki sé mis­munað eft­ir póst­núm­er­um

„Það er háð póst­núm­eri hvaða þjón­ustu þú færð,“ seg­ir Gunn­laug og seg­ir að þetta sé ekki nógu gott. „Við meg­um held­ur aldrei gleyma því að utan um einn ógæfu­sam­an ein­stak­ling er heil fjöl­skylda. Þetta er ekki vanda­mál nokk­urra ógæfu­samra ein­stak­linga held­ur allra aðstand­enda.“

En hvaða bú­setu­úr­ræði koma til greina?

Þær segja að það sé oft flókið að glíma við ein­stak­linga með tvígrein­ing­ar, það er að segja al­var­lega geðsjúk­dóma og fíkni­vanda. Sá sem er und­ir áhrif­um vímu­gjafa get­ur verið til alls lík­leg­ur og það sé vel skilj­an­legt að ein­hverj­ir setji spurn­ing­ar­merki við að búa í sömu blokk og slík­ir ein­stak­ling­ar.

Geðrask­an­ir ekki ávís­un á vand­ræði

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um að ein­ung­is sé horft til kjarna sem bú­setu­úr­ræða, þar sem fleiri en ein­um ein­stak­lingi er út­hlutað hús­næði í ná­grenni við aðra sem glíma við svipuð vanda­mál. Það á ein­fald­lega að vera val­kost­ur viðkom­andi. Það er að það sé þitt að velja hvort þú vel­ur að leigja her­bergi, íbúð, áfanga­heim­ili eða vera í sam­býli með öðrum. En á sama tíma er það sjálf­sögð krafa að þú far­ir eft­ir regl­um í mann­leg­um sam­skipt­um,“ seg­ir Gunn­laug.

Enda séu yf­ir­leitt þeir sem eru greind­ir með geðrask­an­ir ekki hættu­leg­ir öðrum. Hins veg­ar sé hætt­an meiri þegar fólk er í neyslu. „Það eru auðvitað alltaf ýkt til­vik eins og við könn­umst við úr frétt­um en það verður aldrei hægt að búa til full­komið kerfi.“

Dag­björt seg­ir að því sé nú líka þannig farið að ein­stak­ling­ur get­ur verið í neyslu og ekki troðið öðrum um tær. Jafn­framt eru marg­ir sem hafa eng­an áhuga á að búa í ein­hverri íbúð held­ur myndi sætta sig við her­bergi með aðgang að hrein­lætisaðstöðu og fé­lags­ráðgjafa sem hægt er að ræða við. Í raun að fá þak yfir höfuðið svo þú eig­ir mögu­leika á að lifa með reisn. Það sé erfitt ef þín bíður ekk­ert annað en gat­an eða greni.

Kristján Þór Júlí­us­son, heil­brigðisráðherra, sagði á málþingi Fé­lags­fræðinga­fé­lags Ísland í apríl ekki væri hægt að full­yrða að mark­mið um vímu­efna­laust Ísland árið 2002 hafi náðst.

„Í dag eru við fjær þessu mark­miði en árið 1997 þegar það var sett,“ sagði Kristján Þór og bætti við að nauðsyn­legt og brýnt væri að skoða nýj­ar leiðir á þessu sviði.

Þjón­ust­an við fíkla end­ar oft á Land­spít­al­an­um sem er eitt dýr­asta úrræðið

Hingað til hafa sveit­ar­fé­lög­in verið treg til að veita fíkl­um skaðam­innk­andi þjón­ustu, alltaf er miðað við að viðkom­andi sé ekki í neyslu.

Þetta þýði að hluti af þjón­ustu við fíkla end­ar á Land­spít­al­an­um sem er eitt dýr­asta úrræðið og er það mik­ill kostnaður fyr­ir sam­fé­lagið í heild. Stund­um er fólk því inniliggj­andi á geðdeild­um sem er fært til að út­skrif­ast af Kleppi og fleiri deild­um ef ekki eru til önn­ur úrræði fyr­ir þenn­an hóp. Það get­ur leitt til þess að erfitt er að taka við sjúk­ling­um á geðdeild­um Land­spít­al­ans sem virki­lega þurfa á spít­alaþjón­ustu að halda, seg­ir Gunn­laug.

Katrín seg­ist hafa verið á ráðstefnu um skaðam­innk­un í Basel í Sviss þar sem meðal ann­ars var rætt um svo­kölluð neyslu­her­bergi sem úrræði fyr­ir fíkla en þangað geta sprautufíkl­ar leitað til að neyta fíkni­efna, fengið hrein­ar nál­ar og jafn­vel rætt við fé­lags­ráðgjafa. Sviss­lend­ing­ar eru farn­ir að bjóða fíkl­um upp á slíka aðstöðu en neyslu­her­berg­in hafa gefið góða raun í Dan­mörku, Hollandi og í fleiri ríkj­um Evr­ópu.

Vanda­málið hverf­ur ekki þó svo það gangi gegn lög­um

Í Sviss er fíkni­efna­neysla ólög­leg líkt og hér en ólíkt því sem er hér á landi þá horf­ast stjórn­völd þar við að vand­inn er til staðar.

Í Dan­mörku eru á þriðja hundrað slík her­bergi og vilja stuðnings­menn fram­taks­ins meina að það hafi dregið úr dauðsföll­um vegna of­neyslu.

Rasmus Ko­berg Christian­sen, um­sjón­ar­maður tveggja af þrem­ur rík­is­rekn­um neyslu­her­bergj­um í Kaup­manna­höfn, seg­ir þau viður­kenn­ingu á ríkj­andi ástandi. „Ekk­ert land hef­ur leyst eit­ur­lyfja­vand­ann. Það eru lönd sem út­deila dauðadóm­um vegna fíkni­efna­neyslu en þau eiga samt við vanda­mál að stríða,“ seg­ir hann.

Þeir sem eru fylgj­andi her­bergj­un­um segja þau m.a. draga úr því að spraut­ur og nál­ar séu skild­ar eft­ir á víðavangi og hamli út­breiðslu smit­sjúk­dóma. Þá benda þeir á að dregið hafi úr dauðsföll­um vegna of­neyslu frá því að her­berg­in voru opnuð.

Dan­ir hafa vakið at­hygli fyr­ir að vera fyrsta þjóðin í meira en ára­tug til að grípa til þessa ráðs í bar­átt­unni gegn fíkni­efn­um. Fram­takið virðist njóta al­menns stuðnings og hef­ur mætt lít­illi and­stöðu.

„Þetta er betra en að vera á göt­unni,“ seg­ir Kais Neni, 46 ára þriggja barna faðir, sem er háður kókaíni og heróíni. Hann er einn þeirra 2.400 ein­stak­linga sem hafa notað eitt her­bergj­anna í höfuðborg­inni frá því það var opnað en þangað leita dag­lega 500-800 manns.

Gagn­rýn­end­ur úrræðis­ins ótt­ast að það muni gera fíkl­un­um of auðvelt fyr­ir en þessu er Ko­berg Christian­sen ósam­mála. „Þetta er afar erfitt um­hverfi. Það er harðneskju­legt og það öðlast eng­inn hér auðveld­ara líf.“

Þrátt fyr­ir að um og yfir 200 manns séu á göt­unni á Íslandi þá telja þær Dag­björt, Gunn­laug og Katrín að litl­ar lík­ur séu á að ein­hver svelti eða verði úti. En því miður er ekki hægt að segja eng­ar lík­ur því í októ­ber í fyrra varð maður úti en viðkom­andi var í kyn­leiðrétt­ing­ar­ferli og fékk ekki inni á þeim stöðum sem taka við fólki í neyslu þar sem þar er miðað við að annað hvort karl­ar eða kon­ur fái gist­ingu.

Eins eru fá úrræði í boði fyr­ir pör sem eru á göt­unni því þau mega ekki gista á sama stað. Það sem pör­um stend­ur til boða er að fá að gista í ein­hverju greni og það er eitt­hvað sem sum­ir velja frek­ar en að vera skil­in að. Pör elska hvort annað þó svo þau séu í neyslu og vilja eyða nótt­inni sam­an en því miður er það ekki í boði. Hins veg­ar eru þær sam­mála um að ekki sé sniðugt að pör fari sam­an í meðferð og kem­ur þar margt til. Meðal ann­ars geti það verið óþægi­legt fyr­ir aðra sem eru í meðferð og eins þarf að gera upp ýmsa hluti sem ekki er gott að mak­inn heyri.

Dag­leg kanna­bisneysla að aukast og geðrof um leið

Að sögn Gunn­laug­ar virðist fíkni­efna­neysla fara vax­andi meðal ungs fólks, bæði kon­um og körl­um, og dag­leg kanna­bisneysla sé að aukast. Það er oft flókið að full­yrða um hvort komi á und­an eggið eða hæn­an en geðrof og kanna­bisneysla fari oft sam­an. Hvort sem viðkom­andi neyti kanna­bis til þess að draga úr van­líðan sem er til staðar eða kanna­bisneysl­an leiði til þung­lynd­is og eða geðrofs.

Hér á Íslandi hef­ur aðal­vand­inn  sem fylg­ir þess­ari neyslu verið sá, að stór hluti þeirra ung­linga og  ung­menna sem nota efn­in á annað borð gera það dag­lega og verða  fé­lags­lega óvirk­ir og stefna geðheilsu sinni í voða . Þau flosna þá upp úr skól­um eða vinnu og eru í mik­illi hættu að leiðast út í aðra og harðari vímu­efna­neyslu, að því er seg­ir í skýrslu SÁÁ.

Ein­stæðir karl­ar fá lít­inn sem eng­an stuðning

Þegar horft er á hóp hinna heim­il­is­lausra þá spann­ar hann allt ald­ursrófið frá átján ára aldri. Kynja­hlut­fallið er svipað meðal ungs fólks en þær kon­ur sem eiga börn njóta mun meiri stuðnings held­ur en karl­ar svo sem í gegn­um barna­verndar­úr­ræði.

„Ein­stæðir karl­ar er hóp­ur sem á gríðarlega erfitt. Þeir fá oft hvorki þann stuðning né samúð sem kon­ur fá. Það er svo oft mikið von­leysi og niður­brot sem þeir ganga í gegn­um,“ seg­ir Dag­björt.

„Mál­efni fólks sem á við geðrask­an­ir og fíkni­efna­vanda að stríða eru flók­in og í þó nokkr­um ólestri,“ seg­ir Gunn­laug.

30 grein­ast með al­var­leg­ar geðrask­an­ir á hverju ári

Að sögn Gunn­laug­ar var í kring­um 2006 gripið til aðgerða með verk­efni þar sem hluti af þeim pen­ing­um sem feng­ust fyr­ir söl­una á Sím­an­um og úr fram­kvæmda­sjóði fatlaðra, um einn og hálf­ur millj­arður króna, fóru að bæta hag þessa hóps. Með verk­efn­inu var farið í að finna úrræði fyr­ir þenn­an hóp, til að mynda þá sem glíma við bæði fíkn og geðrask­an­ir. Kjarn­ar voru byggðir upp meðal ann­ars fyr­ir fólk með tvígrein­ing­ar. En síðan þá hef­ur ekk­ert verið gert ráð fyr­ir neinni nýliðun og staðan því orðin sú sama og hún var áður en farið var út í verk­efnið fyr­ir um það bil átta árum.

Pen­ing­arn­ir eru til en það vant­ar sam­vinnu og hug­ar­fars­breyt­ingu

Á ári hverju grein­ast um þrjá­tíu með al­var­lega geðsjúk­dóma hér á landi. Þar af eru kannski sjö sem þurfa á sér­tækri bú­setu að halda. Fólk sem glím­ir við al­var­leg vanda­mál til að mynda eru auk geðrösk­un­ar að glíma við fíkni­efna­vanda. Það að ekki sé gert ráð fyr­ir sjö úrræðum á ári fyr­ir þenn­an hóp.

„Það eru til pen­ing­ar og það er til fólk til þess að vinna að verk­efn­inu. Það sem vant­ar er sam­vinna, hugafars­breyt­ingu og lang­tíma­áætlan­ir,“segja þær.

Þær Gunn­laug, Katrín og Dag­björt eru sam­mála um að það sé ekki leng­ur hægt að horfa fram hjá þess­um hópi.

„Þetta er keðju­verk­un sem við get­um ekki staðið og horft hljóð á. Það verður að grípa til aðgerða. Sam­ræmdra aðgerða því vanda­málið er sam­fé­lags­ins í heild,“ segja þær að lok­um.

Drottinn blessi heimilið ef heimilið er til staðar.
Drott­inn blessi heim­ilið ef heim­ilið er til staðar.
I
I
Talið er að 200 manns séu á götunni
Talið er að 200 manns séu á göt­unni
Margir þeirra sem eru heimilislausir reyna að komast inn í …
Marg­ir þeirra sem eru heim­il­is­laus­ir reyna að kom­ast inn í yf­ir­gef­in hús til þess að eiga af­drep.
Bekkirnir á Austurvelli eru oft eina afdrep heimilislausra
Bekk­irn­ir á Aust­ur­velli eru oft eina af­drep heim­il­is­lausra
Konukot hefur bætt við dýnum til þess að þurfa ekki …
Konu­kot hef­ur bætt við dýn­um til þess að þurfa ekki að út­hýsa kon­um sem þangað leita.
Þeir sem glíma bæði við geðsjúkdóma og fíkn eiga litla …
Þeir sem glíma bæði við geðsjúk­dóma og fíkn eiga litla sem enga mögu­leika á að fá hús­næði. Krist­inn
Geðdeild Landspítalans getur ekki tekið við fólki sem þarf á …
Geðdeild Land­spít­al­ans get­ur ekki tekið við fólki sem þarf á aðstoð að halda vegna pláss­leys­is
Kleppur
Klepp­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert