Sýningin Lostastundin var opnuð Kunstschlager á Rauðarárstíg í gær þar sem erótísk verk eftir tólf valinkunna íslenska listamenn eru til sýnis. Sýningargestir fengu þar að sjá fjölbreytt og lostafull listaverk í öllum stærðum og gerðum. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík
Einnig var gefið út erótískt tímarit í tengslum við sýninguna með öllum verkunum og verður það til sölu á Basarnum.
Opnunartími sýningarinnar er á milli 15 og 18, mánudags til laugardags.