Enginn liggur undir grun

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Enn er unnið að rannsókn á nauðgun á ungri konu fyrr í mánuðinum en konan bankaði upp á í húsi við Langholtsveg undir morgun á laugardegi. Enginn liggur undir grun, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar.

Ung kona leitaði á neyðar­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi kl. 5 að morgni þann 17. maí sl, en grun­ur leik­ur á að henni hafi verið nauðgað. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu aug­lýsti þann sama dag eft­ir vitn­um í tengsl­um við rann­sókn­ina. 

Einhverjar ábendingar bárust í kjölfarið og vörpuðu þær skýrara ljósi á atvik en ekki er hægt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu, að sögn Friðriks Smára. 

Nokkur vitni gáfu sig fram

Rannsókn á hópnauðgun miðar vel og er rannsóknin á lokastigi hjá rannsóknardeild lögreglunnar. Í kjölfarið verður málið sent til embættis ríkissaksóknara.

Fimm pilt­ar á aldr­in­um 17 til 19 ára eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí s.l. Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda.

Mynd­bands­upp­taka, sem tek­in var á síma eins pilt­anna fimm sem eru kærðir, styður framb­urð stúlk­unn­ar, að mati lög­reglu. Stúlk­an lagði sjálf fram mynd­bands­upp­tök­una þegar hún kærði hópnauðgun­ina.

Tugir yfirheyrðir vegna hópnauðgunar

Rann­sókn á máli þar sem karl­manni á fer­tugs­aldri var haldið fögn­um á heim­ili sínu í Kópa­vogi þann 24. fe­brú­ar sl. er langt kom­in og er að ljúka að sögn Friðriks Smára. 

Maður­inn var bar­inn og pyntaður og voru fimm hand­tekn­ir í kjöl­farið, fjór­ir karl­menn og ein kona. Tveir karl­menn voru út­skurðaðir í gæslu­v­arðhald en ekki þótti ástæða til að fram­lengja gæslu­v­arðhald yfir þeim. Fólkið hef­ur allt komið við sögu lög­reglu áður.  

Rannsókn á líkamsárás langt komin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert