Listi Bjartrar framtíðar nær tveimur mönnum inn í Hafnarfirði, en þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í bæjarfélaginu. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti listans, segist í samtali við mbl.is vera mjög þakklát fyrir stöðuna og að hún brosi hringinn.
„Við erum á réttum stað á réttum tíma og við erum hluti af því fólki sem vantaði eitthvað til að kjósa síðast og það er greinilega stærri hópur,“ segir Guðlaug aðspurð út í árangurinn. Enn á eftir að telja utankjörfundaratkvæði, en Guðlaug segist bjartsýn á að halda þeim tveimur mönnum sem listinn hefur núna.