Búri einn sá fallegasti í heiminum

Á Íslandi eru mörg hundruð heillandi, ógnvekjandi og dásamlegir hellar en Búri er með þeim fallegustu að mati Nati­onal Geograp­hic. Blaðið hefur tekið saman tuttugu bestu og mest spennandi gönguleiðir í heiminum. Laugavegur og Fimmvörðuháls rata einnig á lista blaðsins í ár, líkt og í fyrra.

Í umfjöllun blaðsins er Búri kallaður „göng ástarinnar.“ Lesendur eru leiddir í gegnum hellinn, yfir ís, í gegnum hraunhelli sem líkt er við yfirgefna lestarstöð og hraungryfju í lokin. Að koma út úr hellinum á ný, út í sólarljósið, sé líkt og að endurfæðast.

„Ekki fara í Búra ef þú ert myrkfælinn eða færð innilokunarkennd,“ segir í umsögn blaðsins og er lesendum ráðlagt að hafa með sér vasaljós og annað til vara, ásamt hjálmi.

Meðal þeirra gönguleiða sem lesendur Nati­onal Geograp­hic nefna eru El Caminito del Rey á Spáni, Leukerbad Via Ferrata í Sviss og Aonach Eagach Ridge í Skotlandi. 

Umfjöllun Nati­onal Geograp­hic

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert