Tveir fangar reyndu sjálfsvíg

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Júlíus

Tveir refsifangar á Litla-Hrauni reyndu að stytta sér aldur undanfarna mánuði og fleiri lýstu því yfir að þeir hafi sjálfsvígshugsanir. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður stjórnar Afstöðu, félags fanga. Hann gagnrýnir að fangar fái ekki þá aðstoð í fangelsinu sem þeir nauðsynlega þurfa.

Guðmundur Ingi segir að fangelsismálastofnun og forstjóri hennar skelli skollaeyrum við umkvörtunum Afstöðu. Þannig hafi öllum föngum á Litla-Hrauni nýverið verið sent það erindi frá stofnuninni að þeim sé framvegis bannað að fara inn í aðra klefa en sinn eigin. „[Það er] þrátt fyrir að þrír helstu sérfræðingar Fangelsismálastofnunar vilji að fangar séu hvattir til aukinna samskipta þeirra á milli vegna andlegrar líðan þeirra,“ segir Guðmundur Ingi í orðsendingu til mbl.is.

Þá gagnrýnir Guðmundur Ingi að enginn sálfræðingur veiti í dag föngum þá nauðsynlegu aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Tveir sálfræðingar séu í vinnu hjá fangelsismálastofnun, annar þeirra sé í barneignarleyfi og hinn í sérverkefnum á skrifstofu stofnunarinnar. „Það er alveg ljóst að þessir atburðir eru grafalvarlegir og í raun alger heppni að ekki hefur tapast líf síðastliðinn mánuð á Litla Hrauni.“

Frétt mbl.is: Félag fanga „höfuðlaust“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert